Útlegðarbréfin loks formlega útgefin

Mynd: Oscar Omne

Snemma í vor fékk ég sendingu frá forlaginu Sæmundi á Selfossi sem innihélt tíu eintök af bókinni minni Bréf úr sjálfskipaðri útlegð. Það er svolítið sérstakt að fá bók úr prentun, svolítið óraunveruleg tilfinning, öll vinnan að baki bókinni er horfin í fortíðina og eftir situr hluturinn sjálfur í höndinni. Þó fannst mér ekki að bókin væri raunverulega til fyrr en eftir útgáfuteitið sem haldið var í Bókakaffinu í Ármúlanum þann 6 september. Í útgáfuteitið mættu liðlega 60 manns og það var afskaplega vel lukkað alltsaman (ræðuna mína og upplesturinn má lesa hér fyrir neðan). Ég var orðlaus af stuðningnum, kærleikanum, hlýjunni og vináttunni sem mér var sýnt þarna af öllu þessu fólki sem mér þykir svo vænt um. Gamlir vinir úr æsku, gamlir vinir síðan við bjuggum fyrir norðan, gamlir kennarar og vinir foreldra minna, systkini mín og Söndru, makar og börn sem og frændfólk kom til að vera með mér. Meira að segja doktorsnemi héðan frá Uppsala mætti á svæðið!

Fyrr um daginn þann 6 september voru tekin við mig tvö viðtöl um bókina, annars vegar í Mannlega þættinum á Rás 1 (síðasta korterið um það bil) og hins vegar fyrir Morgunblaðið. Þar má fá aðeins meiri upplýsingar um bókina og voru viðtölin systur minni henni Ástu Sigrúnu að þakka. Það er ómetanlegt að hafa almannatengla í óborguðu starfi við að koma manni á framfæri.

Það er nefnilega núna sem bókin hættir að tilheyra mér og verður hlutur sem aðrir nálgast, handfjatla, lesa, túlka og dæma – hver á sinn hátt. Hver sem hefur lesið Death of the Author eftir Roland Barthes gerir sér grein fyrir að hugmyndir höfundar um eigin texta eða persóna hans eru á engan hátt stýrandi þegar það kemur viðtöku textans. Það er sérstaklega einkennilegt þegar um er að ræða mjög persónulega texta eins og í þessu tilfelli og samtímis er manni umhugað um að sem flestir lesi textann – sem er svolítið mótsagnakennt. Sérstaklega þegar sölumennska er eitthvað sem er manni afskaplega framandi. Mér finnst mjög erfitt að reyna að koma bókinni á framfæri en samtímis er gaman að sjá að hún er nú til á mörgum bókasöfnum bæði í borginni og utan hennar sem og að bunkar af henni hafa fundist í bókaverslunum.

Ég þakka því innilega fyrir mig og vona að fleiri lesi bókina og velti henni fyrir sér. Ég held að hún eigi erindi við marga – líklega ekki öll í heild sinni, en alveg áreiðanlega einhver þemu hennar. Ég á enn helling af eintökum og slatta af bókamerkjum, svo hafið endilega samband ef þið viljið nálgast eintak.

—————–

Ræða mín úr útgáfuteitinu:

Sæl verið þið öllsömul og velkomin, og þakka ykkur kærlega öllum fyrir að vera hérna með mér.

Í sumar lentum við fjölskyldan í því að rómverskir ræningjar brutust inn í bílinn okkar, rændu og rupluðu öllum farangri stelpnanna, rótuðu gegnum fötin mín og skildu þau svo öll sömul eftir.

Það var móðgun í sjálfu sér en ég hef fyrir vikið enga afsökun fyrir hvernig ég lít út.
Ég gerði sjálfum mér þetta. Viljandi.

Það er sérkennilegt ferli að gefa út bók. Ég hef verið viðriðin nokkur slík verkefni og þau eru yfirleitt þannig að þegar maður loksins skilar „lokahandritinu“ frá sér fær maður það til baka með athugasemdum nokkrum vikum seinna. Maður leiðréttir það sem þarf, sendir „lokalokahandritið“ inn, fær það aftur, sendir inn lokaloka-handrit-FINAL og er tilkynnt að loksins sé handritið komið til útgáfunnar.

Þá á maður líklega bara eftir að lesa það yfir svona þrisvar í viðbót – fyrst með athugasemdum yfirlesara, svo aftur þegar komið er umbrot að bókinni, og svo lokalestur áður en kvikindið er sent í prennt. Þá er maður yfirleitt orðinn svo þreyttur á textanum að maður vill aldrei sjá hann aftur og því er ágætt að það líða nokkrar vikur svo manni takist að gleyma bókinni áður en hún loks lendir í höndunum á manni.

Þessi bók er samt svolítið öðruvísi því textarnir í henni standa mér nærri en þeir fræða og umræðutextar sem ég skrifa yfirleitt, en hún safnar saman esseyjum sem ég skrifaði í nokkrum sprettum árið 2021 og ljóðum frá ca. 2002 fram til dagsins í dag.

Ég legg svolítið uppúr þessu með að þetta séu einmitt esseyjar, því ég er fyrst og fremst að leika mér með esseyjaformið til að spekúlera og stúdera lífið og tilvistina. Innblásturinn kemur ekki síst frá frábærum esseyistum eins og Söru Danius, Zadie Smith og Brian Dillon, sem eiga það öll sameiginlegt að skrifa útfrá hinu hversdagslega og persónulega. Hér er ég að rembast svolítið við sömu pælingu. Esseyjarnar eru fyrir vikið mjög persónulegar en þetta eru ekki drög að ævisögu.

Mér er búið að takast að gleyma þessari bók oft og ég áttaði mig fyrst á því þegar flugið og dagsetningin fyrir þetta hóf var bókað að aðrir ættu eftir að lesa hana – og ég er held ég stoltastur af því að standa uppréttur hér í kvöld frekar en í fósturstellingu uppí rúmi. Ég fékk góðann yfirlestur á handritinu frá systur minni henni Ástu Sigrúnu og kollegu minni og vinkonu Berglindi Rós Magnúsdóttur sem og Söndru minni – sem er því miður föst í Svíþjóð ásamt stelpunum okkar.

Höfundar eru vanir að segja að þeir beri að einir alla ábyrgð á textanum og svo er að sjálfsögðu hér líka – en enginn yfirlesaranna reyndi að stoppa mig frá að gefa hana út svo þetta er kannski pínulítið þeim að kenna líka.

Bókin er tileinkuð henni Söndru minni, ævifélaga og ástarinnar í lífi mínu.

Ég ætla núna að lesa úr bókinni texta sem heitir Efinn – en með velvöldum styttingum.

Efinn

Þegar ég var sex ára, alveg að verða sjö, eignaðist ég litla systur. Mig langaði eiginlega meira í folald því ég hafði mjög gaman af að fara á hestbak. Ég var meira að segja búinn að tjá foreldrum mínum það margoft, en nú fékk ég systur og það varð víst að duga. Það var enginn skilamiði á henni og kvittun gat enginn grafið fram. Svona eftir á að hyggja voru þetta ágætis skipti, hestur lifir ekki nema 25–30 ár að meðaltali svo folaldið myndi vera fallið frá nú þegar og hafa valdið mér mikilli sorg, en systir mín er mér enn til ómældrar ánægju og gleði.

Foreldri mín voru um þessar mundir að átta sig á því sem flest foreldri skilja fyrst eftir að annað barnið fæðist – eins og sagt er á sænsku: eitt barn er ekkert barn en tvö börn eru tíu. Mamma og pabbi ákváðu fyrir vikið að senda mig að heiman í nokkrar vikur meðan þau væru að átta sig á viðbótinni við fjölskylduna og koma skipulagi á sín mál. Ég hef ákveðinn skilning á því. Mig hefur oft langað að senda nákomna í burtu í nokkrar vikur.

Ég var sem sagt sendur í sumarbúðir í Kaldárseli, rétt fyrir utan Hafnarfjörð, í tvær vikur í júní, skömmu eftir að systir mín fæddist.

Þess má þá geta að Kaldársel er rekið af KFUM/KFUK og sumarbúðirnar voru fyrir vikið kristilegs eðlis, einskonar trúboðsbúðir og forstöðumaðurinn meira að segja fyrrverandi trúboði sem ferðast hafði víða um heim sem slíkur. Ég sótti sumarbúðir þarna árlega í mörg ár og minningarnar frá Kaldárseli eru mestmegnis ljósar í mínum. Lang­flestir strákarnir (við vorum bara strákar þessar vikurnar) mynd­uðu teymi kringum virki, byggðu sér sem sagt virki úti í hraun­inu og eyddu dögunum í hernað milli þeirra.

Fyrsta sumarið komst ég ekki í neitt virki, svo ég raðaði hraunmolum í hring nálægt búðunum hinu megin við ána, festi saman spýtur í krossa og þóttist vera prestur í kirkjugarði. Hin sumrin hentist ég þarna um með öðrum í leikjum, í lífi sem var markað fullkomnu frelsi og einbeittri innrætingu. Við svolgruðum í okkur vatnið beint úr Kaldánni, fórum í hellaskoðunarferðir í hrauninu og fjallgöngur á Helgafell, heyrðum og sögðum draugasögur (upplifðum jafn­vel draugagang). Þess á milli var morgunmatur, hádegismatur, kaffitími og kvöldmatur og okkur kennt sitt lítið af hverju um Jesú, Guð, boðorðin og Biblíuna og látnir æfa bæði sálma og bænir á samverustundum.

Þegar hundrað krökkum er safnað saman í tvær vikur í sum­arbúðir er að ýmsu að huga. Heill hellingur af bók­um og Andrésblöðum, leikföngum og fatnaði flæðir inn í húsið og þarf að henda reiður á þessu öllu saman. Lausnin sem notuð var í Kaldárseli var einföld. Allir hlutir, sem og plögg, skyldu merkt með nafni og númeri hvers einstaklings. Við fengum svo kojum úthlutað, sem og skápum með snögum, og þar skyldi föggum okkar vera safnað og skilað og við sem komum í búðirnar ár eftir ár héldum okkar númerum. Hér kemur að kjarna þessarar sögu.

Ég var nýlentur í Kaldárseli ásamt hópi drengja sem yfirgáfu foreldri sín við gamla KFUM-húsið í Hafnarfirði með rútu skömmu fyrr um daginn. Við tókum föggur okkar og var vísað inn í húsið og að rýminu þar sem dótinu okkar skyldi skilað. Strákurinn vinstra megin við mig fékk númerið 665 og strákurinn hægra megin við mig númerið 667.

Ég fékk töluna 666.

Ég man ekki eftir að hafa pælt neitt sérstaklega í tölunni áður en við komum á staðinn. Mamma var búin að merkja allt og segja mér að fylgjast vel með dótinu mínu. Mér fannst þetta einföld tala að muna, en eins og við lærðum þetta sumar í kristnifræðslunni í einhverjum kaffitímanum var Adam ekki lengi í Paradís. Eldri strákur, kannski svona níu eða tíu ára og líklega eigandi eldri bróður eða systur sem hlustaði á Iron Maiden, vatt sér að mér og sagði „Au, ertu með 666! Veistu ekki hvað það þýðir?“

Stráksi tilkynnti svo mér og öllum öðrum í her­berginu umsvifalaust að talan mín væri tala djöfulsins, og að ég væri merktur djöflinum. Ég leit á hina krakkana og svipaðist um eftir einhverjum fullorðnum sem gæti blandað sér í málin og sá fullorðni gerði samstundis lítið úr þessu öllu saman, sagði að þetta væri ekkert til að taka alvarlega, jafnvel þótt það væri í Biblíunni eins og sá sem hafði hlustað á Iron Maiden hélt fram. Og svona var efafræinu sáð í hjarta mér fyrsta daginn í kristni­boðsbúðunum í Kaldárseli.

Talan 666 hefur fylgt mér alla tíð síðan. Ég á enn Enid Blyton bækur merktar tölunni og nafninu mínu, Gunnlaugur Magnús­son 666, ritað með fínlegri og skýrri rithönd mömmu. Sexurnar eru með löngu skefti, svo oddmjóu efst svo maður sér varla hvar þær byrja – svo létt hefur mamma bor­ið pennann að blaði – og gildna svo niður í nett hringformið neðst. Nafnið mitt og tölurnar urðu samtvinnaðar í huga mér eins og þau stóðu á merkimiðunum sem straujaðir voru í fötin mín, skrifuð inn í stígvélin og rituð á boltann minn: Gunnlaugur Magnússon 666. Ég skrifaði tölurnar oft sem unglingur, sérstak­lega þegar ég fór að kafa meira í þyngri tónlist og véfengja trú mína kerfisbundið. Það er ákveðið satanista-kred fólgið í að hafa verið úthlutað tölum djöfulsins sem barni í kristnum sumarbúð­um. Ég skrifa þær meira að segja stundum við nafnið mitt enn í dag, svona til að stytta mér stundir.

Gunnlaugur Magnússon 666.

Það er ekkert að marka þetta um tölu djöfulsins sagði starfs­maðurinn. En ef ekkert er að marka einmitt þetta úr Biblíunni … eru þá aðrir hlutir sem er ekkert að marka í henni? Hvaða hluti er að marka? Jesús gekk á Genesar­etvatni, breytti vatni í vín og reis upp frá dauðum, fékk dauða til að ganga og læknaði holdsveika. Guð dæmir lifendur og dauða og vill ekki að maður ljúgi, myrði eða girnist konu grannans. En þetta þarna með 666, því þurfti ekki að taka mark á.

Eins og flest íslensk börn á þessum tíma var ég alinn upp í einskonar barnatrú. Ég var signdur þegar ég fór í nærbolinn þegar ég var lítill, vissi að Jesús fæddist á jólunum og að guð passaði mann á nóttunni og að maður ætti að fara með bænirnar:

„Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Viltu passa uppá ömmu og afa og ömmu og afa og mömmu og pabba. Mig langar rosalega í folald.“

Svo settust englarnir saman í hring við rúmið mitt, Jesús hafði þar sess og sæti og ég sofnaði fullviss um að allt væri á réttum stað í heiminum og að ósýnileg hönd passaði upp á mig og allt mitt fólk.

Svo var ég merktur með tölu djöfulsins á stað þar sem við vorum stanslaust að biðja til guðs og var kennt að fylgja öllum reglunum hans. Ég hugsa að ungur barnshugur minn hafi orð­að viðbrögð sín með einhverju sem samsvarar WTF? Ég reyndi að átta mig á þessu, ég las meira að segja Biblíuna. Ég las hana meira að segja aftur. Ég vildi endilega trúa og ég lagði vinnu í það. Ég vildi það sérstaklega mikið kringum ferminguna því ég ætlaði ekki að fermast bara fyrir gjafirnar, ég væri sko enginn hræsnari. Það var oft erfitt, því efinn óx í brjóstinu með árun­um. En ég rembdist við að trúa og fermdist trúaður en missti svo trúna endanlega svona korteri síðar. Og ég sakna hennar enn.

Ég sakna þess að trúa ekki en ég get með engu móti galdr­að trúna fram aftur. Á tímabili las ég mér mikið til um trúleysi en með tímanum hætti trúleysið að vera meðvitaður hluti af sjálfsmynd minni, það þurfti ekki á endurtekinni staðfestingu að halda með yfirlýsingum eða rökræðum. Trúleysið var bara þarna. Samtímis sá ég hvað trúin gaf fólki sem mér þótti vænt um, fólki sem fann samtímis huggun og von í trúnni. Oftast í einhverskonar barnatrú, en samt. Ég öf­unda þau öll og brýt fyrir vikið boðorðin, því hver þarf ekki á huggun og von að halda í hörðum heimi.

Efinn óx og lagði rætur sínar í þau rými hjartans sem trú­in átti að fá festu í. Efinn er fyrsta svarið, efinn er eðlislægur mér sérstaklega hvað varðar eigin valkosti og leiðir. Efinn er það verkfæri sem nýtist mér best í starfi. Hann er mér svo eðlis­lægur að ég þarf oftast að leggja hann meðvitað til hliðar og hunsa hann. Það er eina leiðin til að taka ákvarðanir – að ganga gegnum dyrnar sem opnast og loka þeim á eftir sér. Að flytja til útlanda og vera þar áfram. Fá vinnu og vera þar. Fá nýja vinnu og loka á eftir sér dyrunum. Halda aftur af efanum með óaft­urkræfum ákvörðunum. Því eina vissa trúleysingjans er sú sem hann skapar sér sjálfur og tilgangur lífsins fólginn í lífinu hér og nú. Trúleysinginn verður að verja lífinu sómasamlega og vera öðrum til góðs af engum öðrum drifkrafti en þeim sem hann ber innra með sér.

Ég bý núna í einu trúlausasta landi heimsins, hér fermast fáir. Börnin okkar voru hvorki skírð né alin upp við kvöldbænir eða biblíusögur. Það var okkur ómögulegt að vígja þær inn í trúarsamfélag sem við tilheyrðum ekki lengur sjálf. En dæturnar eru enn meira raunhyggjufólk en ég sjálfur, eins og þetta samtal við yngri dóttur mína sýnir:

5 ára: þarna er tunglið, pabbi. Þar er allt dauða fólkið sem fór til himna.

Ég: OK. Hvað gerir það þar?

5 ára: Ekki neitt. Það er dautt.

Kannski hefði ekkert verið vitlaust að ala dætur mínar upp með pínu-ponsu barnatrú, þó það væri ekki nema til að mér renni ekki kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég ræði tilvistarmál við þær, en væntanlega væri Jesú jafnilla við hræsnara nú sem hér áður fyrr og þrátt fyrir allt vil ég sem trúleysingi að reyna að vera góð manneskja og forðast að vera hræsnari. Þannig var maður nú alinn upp.

En yngri dóttir mín sem nú er orðin tíu ára og sem vill endilega eignast litla systur fær að fara viku­lega á hestbak í staðinn.

Kerstin Göransson

Strax innan sommaren publicerades boken I väntan på inkludering. En vänbok till Kerstin Göransson (Åsa Olsson & Karin Bengtsson, Kerstins kollegor på Karlstad universitet) var redaktörer). Boken publiceras som ett slags jubileumsskrift till Kerstins ära, nu när hon formellt går i pension. Som jag skrev om i mitt inlägg om Claes Nilholm var Kerstin min huvudhandledare under forskarutbildningen, och jag har alltid sett det som en sällsam tur att jag fick de två som handledare. Generösiteten, välviljan, stödet och intresset Kerstin visade mitt arbete och hennes förmåga att ändå avkräva mig resultat när det behövdes.

Kerstin var min kollega innan jag blev doktorand, då arbetade hon som lektor vid Mälardalens högskola och var blivande docent. Jag hade fått undervisa som vikarie i det specialpedagogiska kollegiet (SPEIC), främst i lärarutbildningen och tillhörde som sagt samma kollegium som Kerstin. Hennes docentföreläsning var också den första sådana som jaa ggick på så hennes karriär har varit informativ för min egen förståelse för akademins olika hierarkier, traditioner och ritualer. Därtill har jag haft förmånen att se henne agera som läsare på flera doktoranders avhandlingsmanus i olika skeden av processen och lärt mig ofantligt mycket av hennes skarpa kritiska blick, teoretiska förankring och empiriska mångsidighet. Och få forskare har haft lika stor inverkan på vad vi vet om skolans specialprofessioner som hon eller internationell påverkan på hur inkludering definieras och förstås i forskningsfältet. Med andra ord har hon varit en inspiration såväl som handledare, läsare och som forskare.

Jag bifogar här introduktionen till min essä som publicerades i vänboken. Kapitlet går att ladda ned tillsammans med hela boken via den här länken. Essän handlar just om teorins funktioner i avhandlingen och förhoppningen är att doktorander och studenter kan ha nytta av den mångsidiga indelning som presenteras där.

”Jag vill förstå…” Om teorins funktion i avhandlingar

“Som ung adjunkt vid Mälardalens högskola, närvarade jag vid en av kollegas docentföreläsning. Som förhållandevis ny i akademin var det en intressant tillställning. Jag hade ett ungefärligt hum om vad titeln innebar avseende akademins hierarkier, men mindre tydlig bild av vad titeln innebar i praktiken. Docentföreläsningen som hölls denna dag hade citatet ”man vill ju vara som alla andra” som ledmotiv, jag vill till och med minnas att det var föreläsningens titel. Kerstin Göransson, den blivande docenten, berättade där om sin forskning och slog an en ton som har följt hennes forskargärning. En ton av omsorg om eleverna i skolan och ett särskilt patos för dem som på olika sätt hamnar utanför normen. Hon illustrerade med föreläsningens ledmotiv att även om barn som av olika skäl hamnat i särskilda grupper kunde uppskatta den mindre, lugnare miljön, bar de ofta med sig en önskan om ”normalitet” och tillhörighet. De beskrev en omisskännelig känsla av att betraktas som annorlunda och inte ”som alla andra” (Göransson, 2007).

Efter föreläsningen gratulerades Kerstin av dekanen  som berömde hennes föreläsning och lyfte en insikt som kanske bäst beskriver detta sökande efter inifrånperspektivet med hänvisning till Kerstins bok från 1999 med titeln Jag vill förstå (Göransson, 1999). Dekanens poäng var att ”jag vill förstå” var en mening som kännetecknade Kerstins forskningsperspektiv – en längtan efter att förstå.

Kerstins drivkraft att förstå upplevde jag själv när jag blev doktorand och fick Kerstin som huvudhandledare och Claes Nilholm som handledare. Jag antogs som doktorand 2010 och fick då ta del av medel i två banbrytande totalpopulationsundersökningar finansierade av Vetenskapsrådet, som Kerstin var involverad i. Att som doktorand få arbeta i sådana projekt var enormt lärorikt. Att även ha handledare som uppmuntrade min teoretiska nyfikenhet och eklektism var däremot nära nog unikt. Därtill märkte jag påfallande ofta att artiklar eller böcker jag nämnt eller citerat dök upp på Kerstins bord. Hon tog sig tiden att läsa det jag intresserade mig för och ville både förstå och använda det i forskningen.

Detta är något som handledare ofta inte tar sig tiden att göra, de flesta har fullt upp med sina arbetsuppgifter ändå, och ofta är det enklare och (för de vetenskapliga projektens finansiering) effektivare att skola in doktorander i användning av specifika teoretiska och metodologiska verktygslådor. Min handledare visade både med sin undervisning (för handledning är ett slags undervisning) och med sina handlingar hur teoretiska kunskaper, teoretisk nyfikenhet, och teoretisk förståelse berikade inte bara det vetenskapliga arbetet utan gjorde det också roligare. Det är dessa lärdomar som jag vill dela med mig av och utveckla i denna essä.”

GM

Claes Nilholm

Today, we had a seminar to celebrate Professor Claes Nilholm who has recently retired from a long and successful career. Eight colleagues of ours, researchers and professors from Claes’s long career, made speeches to honour Claes and between 25 and 30 attendees joined us online on zoom and around 40-50 attended the seminar in the room. Claes has been my colleague since 2018 when I started working at Uppsala Univesity, but prior to that he was my supervisor during my Ph.D. studies (2010-2015). Aside the fact that his impact on the research field and the education of teachers and special needs staff can hardly be overestimated, and I can only say that his impact on my own life, how I view my role as a researcher, supervisor and teacher is immense. The following text is my introductory speech to today’s seminar.

Gunnlaugur’s speech:

Hello everybody, and thank you all for being here.

This is an event that I know many have been looking forward to, I certainly know that I have been.

Now, Claes was my supervisor along with professor Kerstin Göransson, who is sitting right here and who will speak a little later in our program, and I often say that it was a rare fortune for me to have had this couple as supervisors. The incredible drive, productiveness, curiosity and willingness to share their thoughts, reflections and knowledge has been an inspiration not only in my research but also in my teaching and supervision.

To clarify what I mean by this, I could just mention how quick, constructive and forward thinking Claes has been in both his research and his supervising of both Ph.D. students and new researchers. I don’t think I’ve ever received feedback on a text from him that didn’t begin with a couple of positive comments before listing what he felt could be better. This even when my texts really didn’t have much to their defense, but I see him practicing this still today with the Ph.D. students that we’ve been supervising together.

And as regards research, he is always looking for and coming up with new ideas, and as those who have seen his lectures – and will see today – it is with a clear pathos to constructively contribute to a better education for children and pupils, and for better and improved research in the field.

Always with the primary aim of “contributing knowledge”.

Now, Claes happens to massively underestimate his contribution to the special education and inclusive education. A few years back, we were having a discussion about the increasingly precariat situation for researchers, where the measurement of quality is primarily measured in peer reviewed articles in international and high status journals. Claes has since then run a ground breaking project and methodological development – something Ingrid Olsson will tell us more about later – focusing on the issue of impact and citations rather than the number of points on publication lists – hence aiming at capturing qualities previously invisible to us.

However, what the research reviews of the most cited scientific articles miss is the influence a researcher may have on thinking within a research field and on the educational practice that is based upon what students receive during their teacher education and studies in special education. I’d dare anyone to find a bachelor, master-level or doctoral-thesis that pertains to special education or inclusion that does not have Nilholm listed in in the list of references. Now, you might find a thesis or two, but clearly those theses should not have been passed due to poor grounding in the research field. The same goes for syllabi, governmental reports, and government agencies advisory texts.

If that isn’t influence, then I don’t know what is.

Now, I’m sure not many of you know this as he is very secretive about it – but Claes has a blog that he tends to as a gardener would a delicate bonsai-tree. A year ago, it had around 200 posts and I hesitate to imagine how many posts have been added to it since Claes has retired and has more time to think and write. This bilingual blog has been written with the ambition to communicate and delineate research and reasoning about education, schooling, special education and inclusion to the public – practitioners, students and other researchers.

As someone who feels that researchers’ communications with the public is something of importance and feels that academics have a certain obligation to contribute to societal discussions about their fields, Claes’ blog, which I regularly visit to refresh upon different topics and sharpen my arguments, is an admirable expression of his ambition to communicate outside the often relatively closed confines of the academy and to conduct the “third mission” in a meaningful manner.

—————–

As you can see, we have a specific theme for this conference, Building Communities. Inclusion and a sense of belonging and I have been asked to talk a little bit about it.

The first thing a researcher does is to start digging in the theoretical literature and to find and problematize definitions and to discuss research on the phenomenon. And of course I started out by doing this. However, rather than spending time on retelling research results and reading quotes from Claes’ articles, I’d like to address community as something that is not only to be researched or theorized but also – as Claes’ articles express – practiced.

As Gunilla and I discussed not long ago, when she came to Uppsala there were only a handful of people working within what was then a relatively small research group. One professor, Claes, and Gunilla, at the time a becoming associate professor, and a few other staff members.

Today, the PS groups has a steady e-mail list of around 25 individual researchers, several Ph.D. students, several associate professors, several senior lecturers, we staff courses in the teacher education programs, have a quite popular special-teacher program in several versions and aside internal members, we have several affiliated members from other universities, international members and practitioners.

Having been a member in several research groups in several universities, I know that creating and developing a constructive and dynamic research community is anything but simple. It is now, up to us – Claes’ colleagues to continue developing the community he started here, and to not only maintain its position but further it.

Now, as I mentioned, we have affiliated members in the group from abroad. We’ve had international collaborations and international visitors and during Covid – or the pandie as I prefer to call it – Claes also started an international seminar, inviting renowned researchers and colleagues to present their ideas, reasoning and research in seminars open not only to the research group but to the public. That is an additional community that we need to tend to and develop.

Finally, I would like to acknowledge the community of colleagues and friends that has gathered here today. Claes has worked at several universities during his long career, and it is a pleasure to see that so many have been able to attend today’s seminar, both here at the university and online. “Show me your friends, and I’ll tell you who you are” as the old saying goes – and judging from the community that has gathered here today, I believe that we will be able to not only say new things about Claes but perhaps also something new about ourselves.

Skolan efter marknaden – en hoppfull utgivning fylld med kritiska röster

Boken Skolan efter marknaden gavs formligen ut igår med releasefest, panelsamtal, anföranden och dialog i Stockholm. Boken samlar en mängd röster, verksamma lärare, rektorer och forskare, som alla har det gemensamt att vara kritiska på hur utvecklingen av svenska skolsystemet gått till och konsekvenserna av den så kallade marknadsstyrningen av svenska skolan.

Boken kan till viss del ses som en produkt också av det ökända Twitterfenomenet #skoltwitter, en samling människor med diverse kunskaper och yrkesroller, som debatterar och diskuterar skolfrågor på Twitter. Flera av författarna, inklusive undertecknad, och även redaktörerna är väldigt aktiva på Twitter med såväl långa trådar om hur saker och ting förhåller sig, diskussioner (och ibland gräl) om skola och utbildning, delande av artiklar, ledare och memes om skolfrågor samt ibland mellanmänskligt och fint utbyte med såväl stöd som “do better” kritik.

Twitter är inte för alla, man lär sig det snabbt på forumet. Ibland är tonen hetsk och ibland bildas drev kring tillsynes uppenbara fultolkningar, felläsningar och snikenhet, och de som ger sig in på #skoltwitter kan råka ut för mer än vad de förväntade sig. Men, jag skulle vilja säga att Twitter, och då särskilt vissa personer där, faktiskt varit en drivande faktor i att vända skoldebatten från korkade och uppenbart felaktiga förklaringsmodeller och lösningsförslag till att synliggöra de faktiska problemen och villkoren skolan och utbildningssystemet står inför. Det betyder ibland att det blir väldigt hett runt politiker eller opinionsbildare som ger sina “hot-takes” i hopp om ryggdunkar men som sedan utsätts för en tornado av korrigeringar, faktaunderlag som visar på felaktigheter och retsamma för att inte säga rentav sarkastiska omskrivningar för att illustrera felaktigheterna.

En av de mest viktiga produkterna av Twitter, #skoltwitter i synnerhet, är den här boken; ett exempel på hur denna sociala mediernas avgrund samlas under bra ledarskap och producerade något hoppfullt om än kritiskt. Boken är nämligen inte bara en beskrivning och förklaring av problemen som skolan och skolmarknaden både står inför och har lett till, utan även en beskrivning av hur det skulle kunna vara.

Alla vi författare fick det som uppdrag med andra ord att inte bara tala om sakernas förhållande utan även avrunda med ett slags framtidsvision, eller åtminstone en vision om något annat och annorlunda. Jag kan säga att som forskare undviker man ofta sådana beskrivningar, inte minst tenderar vi pedagogikforskare att sky “normativitet” – iband till resultatet mjäkighet och intetsägande – så det var både en utmaning och en rolig uppgift att få. Rädslan för normativitet skulle jag säga grundas i missförstånd av normativitetens olika former. Det är en sak att med grund i forskningsresultat och expertis ge sin bild av hur saker kan förbättras eller synliggöra faktiska problem, och en annan sak att göra det utifrån de egna åsikterna eller övertygelserna utan förankring i något annat än mer eller mindre välgrundad tyckande. Det är en sak att undersöka fenomen med hjälp av teoretiska redskap och en annan att döma sina respondenter utifrån normativ moralism.

Min (inte så) ödmjuka åsikt är att vi behöver fler tydligt förankrade normativa forskarröster och lärarröster om skolan och att utan dessa lämnas walk over i debatten om skolan till de som vågar vara normativa på svagare grunder – som diverse skoldebattörer med olika partibeteckningar

Mitt kapitel handlar föga förvånande om hur inkluderingen egentligen aldrig givits en riktig chans i konkurrensen med andra utbildningspolitiska ideal – eller kanske snarare ett specifikt utbildningspolitiskt ideal: marknaden. Beskrivningen och problemformuleringen grundas i min forskning, såväl avhandlingsarbetet, den forskning jag bedrev under min forskartjänst vid MDH och den forskning jag drivit om inkludering som policy därefter. Min hoppfulla avslutande spaning handlar om att vissa grundläggande villkor måste ges för att skolan någonsin skulle kunna bli inkluderande, och att det här handlar inte minst om att ge lärare, rektorer och elever de förutsättningar de behöver för att göra sitt jobb.

Boken är sedan knökfull – som ni ser – av andra kapitel, välförankrade i forskning och erfarenheter om skolans styrning, arbete och villkor. Det var därför mycket hedrande och roligt att bli tillfrågad att delta i antologin och skriva om den här – för många elever – livsviktiga frågan.

Boken redigerades av Marcus Larsson och Åsa Plesner, som tillsammans utgör kanske den viktigaste folkbildningsinsatsen om välfärdssystemet vi sett i Sverige de senaste decennierna – Tankesmedjan Balans. Tankesmedjan Balans har givit ut tre andra böcker om skolan och välfärden, alla mycket läsvärda, och en fjärde ges ut inom kort. Den första boken, De effektiva, handlar om hur nedskärningar i välfärden leder till såväl försämrade arbetsmiljöer, försämrade arbetsvillkor och sämre service till de som använder tjänsterna. Grundligt förankrade i läsningar av kommunbudgetar och verksamhetsbeskrivningar lyckades de synliggöra hur samhällsinstitutionerna sakteligen urholkas genom små och stora beslut på kommunal och regional nivå snarare än genom stora reformer av statsbudgetar och lagförändringar.

Den andra boken Balans gav ut handlade mer specifikt om skolans konkurrens om resurser och skolpengssystemet och kallades De lönsamma. Den tredje boken, De expansiva, handlade däremot om koncernutvecklingen och hur vinstdrivande aktiebolag blir allt större på marknaden, till slut så stora att politikerna mäktar inte med att kontrollera skolan. Den fjärde boken som kommer snart handlar sedan om relationerna mellan de vinstdrivande aktiebolagen i välfärden, lobbyister och det politiska skiktet och om hur folk byter positioner från maktbärande och beslutsfattande positioner till att företräda särintressen i form talespersoner eller VD:ar mm. för koncerner, och ägarbolag, drivande av lobbyism och konsultverksamhet samt diverse andra positioner som grundas på deras kopplingar och relationer.

Jag rekommenderar både Tankesmedjan Balans böcker och även deras rapporter som finns på deras hemsida. De lyckas förmedla komplexa saker på ett begripligt och lättillgängligt sätt utan större förenklingar.

Jag hoppas självfallet också att många köper och läser den här boken, Skolan efter marknaden, jag tror den skulle passa bra på diverse litteraturlistor på lärarutbildningar och Mastersprogram men den har ärende hos alla som intresserar sig för svensk skola och utbildning.

Bréfin farin í prentun

Þá er búið að senda handritið að bókinni minni, Bréf úr sjálfskipaðri útlegð, í prentun sem þýðir að hún komi líklega til Íslands eftir einn til tvo mánuði. Öll vinnan við fráganginn að handritinu gekk mjög vel og hratt fyrir sig. Ég hef tekið þátt í bókaútgáfum á nokkrum bókum hér erlendis, bæði sem kaflahöfundur og sem aðalhöfundur og reynslan var alltaf að hvert stig tæki nokkrar vikur og mánuði fyrir sig. Fyrsti yfirlestur kom eftir bara tvo daga, umbrotið tveimur dögum seinna, seinni yfirlestur og kápuhönnunin á innan við viku.

Samstarfið við Aðalstein Svan Sigfússon sem hannaði kápuna og sá um umbrotið var alveg frábært, og yfirlestur hins Aðalsteinsins (Eyþórssonar) var bæði nákvæmur og betrumbætandi. Ekki síst tók hann eftir skorti á samræmi í skipulagi ljóðanna sem var hægt að lagfæra.

Hér má sjá kápuna, sem mér þykir ákaflega falleg. Aðalsteinn Svanur tók myndina sem með dulúðlegri þokunni og fjallasýninni og þessu klassíska íslenska landslagi fangar bæði söknuðinn, hugleiðinguna og tilraunina til að fanga hið fjarlæga sem ég vona að lesendur finni að sé í forgrunni bókarinnar.

Debattartikel på Svenska dagbladet

Förra helgen publicerade Svenska dagbladet en artikel av skolminister Lotta Edholm om regeringens prioriterade skolpolitik de kommande månaderna. Artikeln kunde ha varit skriven av en AI-bot med instruktionen “skriv en debattartikel från liberalerna, i stil med åren 2006-2020”. Såväl terminologin som de utpekade områdena var så förutsägbara: nu är det alltså slutexperimenterat med såfäl “full inkludering” som “postmodernism i läroplanerna”.

Jag skrev en replik som publicerades någon dag senare både online och i tryck. Här följer länk till Svenska dagbladets publicering och här är en länk till Skola och samhälles återpublicering (som är olåst).

A third review of Towards a Pedagogy of Higher Education

I just found a third review of Towards a Pedagogy of Higher Education, this one written by Kasper A. Sørensen in a German educational science journal of the name Erziehungswissenschaftliche Revue. Also a thorough and critical review emphasizing both the qualities of the book as the threads that would have needed to be developed. https://www.klinkhardt.de/ewr/978036751505.html

Some favorite quotes:

”A strength of the book is its integration of policy analyses and pedagogical-philosophical conceptual work. The policy analysis is at its best in chapter 2 when the authors analyse the effects of specific EU-documents from the Bologna process on teaching and learning”

”They brilliantly show how the pedagogical role of the university – what it wants with/for its subjects – has withered in higher education and thus needs to be re-claimed and re-formulated.”

”In conclusion, “Towards a Pedagogy of Higher Education” is a timely book that brilliantly adds a Critical Didaktik -perspective to a field where profound pedagogical considerations have been overtaken by worries about how to effectively implement policy agendas”

And finally:
”Well-written and conceptually stimulating, the book provides valuable food-for-thought-and-action for teacher-researchers in higher education and everyone working with university pedagogy.”

The book is currently available as both hardback and E-book at a 25% discount here: bit.ly/3HY6B9n
As always, I suggest asking your nearest University library to get a copy so that it an be made available to more readers.

Ny recension av Towards a Pedagogy of Higher Education

En ny, mycket noggrann och otroligt detaljrik recension av Lotta Jons om Johannes Rytzler och min bok Towards a Pedagogy of Higher Education har precis kommit ut i tidsskriften Högre Utbildning.

https://hogreutbildning.se/index.php/hu/article/view/5254

Det är särskilt glädjande som författare att få läsa en så nyanserad och initierad kritik av sitt alster. Här beskrivs boken såväl strukturellt som argumentens detaljer, för- och nackdelar lyfts fram och de kritiska synpunkterna belyser konstruktivt hur boken kunde blivit bättre.

Här följer några favoritcitat:

”Högskolepedagogiken har hittills på det stora hela varit förvånansvärt frikopplad från utbildningsvetenskaplig teori och filosofi, så Magnússons och Rytzlers bok och teori om undervisning i högre utbildning är synnerligen välkommen. Den policyanalys som författarna genomför i bokens första del är övertygande och hjälper mig som läsare att få såväl överblick över som djupare förståelse för de krafter som opererat och de konsekvenser som uppstått i det att högre utbildning alltmer kommit att styras enligt NPM-ideologi.”

”Detsamma gäller analysen av hur detta spelat ut i den europeiska kontexten och argumenten för på vilket sätt Bolognaprocessen varit drivande i den hegemoniska ställning som CA-konceptet åtnjutit inom universitetspedagogisk praktik. Bokens första del är klargörande och givande på det sätt som bara texter skrivna av verkliga experter inom ett område kan skriva fram.”

”… Magnússons och Rytzlers förslag på universitetspedagogik grundlagd i didaktik och impregnerad med filosofisk pedagogik inte förtjänar något mindre än ett ”Äntligen!” Äntligen har någon visat hur högskolepedagogiken kan förankras i de teoretiska fundament och den terminologi som andra förgreningar av utbildningsvetenskap knyter an till.”

Inte minst tycker jag om slutorden:

”…även om deras resonemang i stycken blir lite väl utvecklade, så är behållningen av boken mäktig och dess bidrag till högskolepedagogisk forskning, utbildning och utveckling svår att överskatta.”

Boken går att beställa vartän ni beställer böcker, men tex pågår en 25% rabatt på Routledge egna sida https://www.routledge.com/Towards-a-Pedagogy-of-Higher-Education-The-Bologna-Process-Didaktik-and/Magnusson-Rytzler/p/book/9780367515058 Bäst vore såklart att ni inte lägger den höga summan ut själva utan ber ert närmaste universitetsbibliotek att köpa in den så att fler ska få tillgång till den.

För den som kan hålla sig kommer en billigare paper-back version av boken till hösten.

Bréf úr sjálfskipaðri útlegð

Vorið 2022 gekk ég frá bókarhandriti með safni af esseyum og ljóðum og er nú með samningsdrög hjá bókaútgáfunni Sæmundi.

Sá fylgir böggull skammrifi að höfundur lofar að kaupa hluta af upplaginu til að deila áhættunni milli aðila, svo til að dæmið gangi upp þyrfti ég að selja ca. 100-150 eintök af bókinni sjálfur, helst sem mest í forsölu.

Því vil ég nú kanna áhuga fólks á þessu kveri mínu. Ég læt hér fylgja hlekk á eina af esseyunum á heimasíðunni minni svo þið fáið innsýn í þessi skrif:

Eldri útgáfa af einni esseyanna í bókinni var birt á Kjarnanum 2019 og þrjár þeirra hafa verið birtar á sænsku á menningartímaritinu Magasin Opulens.

Handritið heitir Bréf úr sjálfskipaðri útlegð og fjallar um ýmsa tilvistarspekilega vinkla á það að átta sig svo á því að maður sé búinn að vera liðlega tuttugu ár – nær öll fullorðinsár sín – erlendis, og eigi líklega ekki afturkvæmt „heim“.

Esseyarnar fjalla um tíma, efa, söknuð, sorg, gleði, andlega heilsu, fögnuð og samband einstaklingsins við land og samfélag. Sjónarhornið er persónulegt en ég reyni að velta fyrir mér hlutunum á hátt sem fleiri nái að tengja við. Ljóðin kallast svo á við esseyarnar.

Nokkrar leiðir eru til boða til að kaupa bókina í forsölu (áritun fylgir til allra sem þess óska):

  1. Eintak má kaupa á 4500 kr frá mér (mun kosta 5990 í verslun).
  2. Einnig er hægt að kaupa eintak á 5000 kr og fá með því bókamerki með ljóði úr bókinni.

Endilega kíkið á og lesið esseyna og látið mig vita hvort það sé áhugi fyrir að taka þátt í þessu með mér með kaupum á eintaki af bókinni, t.d. gegnum þennan hlekk hér.

Með ástarkveðju,
G

“Allir þessir dagar…”

Einu sinni, fyrir örugglega hundrað árum síðan, gekk ég um götur í Oslóarborg og rakst þar á lítinn bronsskjöld á húsvegg. Á honum stóð ljóðið Förlusten (missirinn) eftir sænska ljóðskáldið Stig Johansson[1] á norsku:

„Allir þessir dagar sem komu og fóru
ekki vissi ég að þeir væru lífið“

Skilaboðin eru svo skýr, eru öllum ljós sem lesa þau, en eiga samtímis endurtekið erindi við okkur öll þar sem það er ómögulegt að eyða lífinu með þennan fullkomna sannleika í forgrunni. Ég hripaði niður orðin af bronsskildinum í litla vasabók sem ég var með á mér og síðar skrifaði ég ljóðið á lítinn miða og hengdi upp á skrifstofunni í vinnunni, yfir lítilli mynd af konu minni og börnum með sólsetur í bakgrunni við fallegt vatn. Samansafn af því dýrmætasta sem ég á í lífi mínu, fólkið mitt og ljúf minning um góðan dag sem kom og fór.

Ég er ekki einn um að hafa verið snortinn af þessu ljóði, maður rekst oft á það í sænsku samfélagi. Það er vitnað í það í útvarpsþáttum, blaðagreinum, ritgerðum og ræðum. Það er skrifað á samfélagsmiðla og hengt við ljósmyndir af fólki sem dáist af sólsetri yfir fallegum vatnsfleti. Það er sagt með þungum rómi (kannski bara fyrsta línan) á kaffistofunni þegar einhver klárar dagana sína og fellur frá eða með léttum rómi þegar einhver fer á eftirlaun því eftirlaunaþeginn ræður sjálfur yfir dögunum sínum. Stundum er ljóðið afbakað til að passa við einhver sniðug skilaboð, stundum er gert grín að því og það borið fram sem dæmi um tilvitnun sem virðist djúpúðugri en hún eiginlega sé. Svolítið eins og tilvitnunin í Lennon um að lífið væri það sem gerðist þegar maður væri að skipuleggja aðra hluti. Svo skipulagði einhver að skjóta Lennon sem dó og skipulagði ekkert meir. Það er myrk áminning um skilaboð bæði tilvitnunarinnar í Lennon og ljóðsins hans Stig Johansson.  

Allir þessir dagar sem koma og fara. Ég hef borið þetta ljóð og skilaboð þess með mér, en engu að síður hafa svo margir dagar farið framhjá mér. Það auðveldasta að benda á eru að sjálfsögðu dagar sem eytt er i vinnu sem er engum til ánægju. Til dæmis fundadagar. Allir þessir fundadagar. Það hefur þó farið ansi mikið skánandi eftir að ég skipti um vinnustað. Fyrri háskólinn minn var fundaóður, það voru skyldufundir lagðir á heila daga oft í mánuði og það skipti engu máli þótt ekkert hefði gerst síðan síðast eða þótt sama fólkið væri að hittast í sama herbergi til að ræða sömu hlutina en bara með nýju fundanafni. Verstir voru svokallaðir kick-off-dagar sem var oft splæst saman við „endurmenntun“ þar sem einhver kauði utan úr bæ, með takmarkaða innsýn í starfsemi háskóla, kom og sagði háskólamenntuðu fólki sem starfaði við háskóla hvernig það ætti að endurhugsa háskólastarf, gjarnan studdur mistúlkunum á grískum heimspekingum sem áheyrendur þekktu mun betur en ræðuhaldarinn. Ég fann stundum lífið líða úr mér á slíkum dögum; þar var mínútum brennt út í algleymið sem ég fæ aldrei tilbaka og sem aldrei nýttust til neins nema þess að deildarstjórinn gat sagt að endurmenntunarinngrip hefði átt sér stað fyrir allt starfsfólk deildarinnar.

Þó eru sárari dagarnir sem ég hef misst frá mér af eigin atorkuleysi. Dagar sem ég hef legið eins og lamaður í stofusófanum eða setið eins og steinrunninn fyrir framan tölvuskerm og engu komið í verk. Sumir þessara daga voru einfaldlega undirseldir kvíðanum, aðrir undir oki þunglyndis, flestir þó sambland af báðu. Dagar þar sem maður rétt gat safnað saman orku og vilja sem dugði til að drattast framúr og koma krökkunum í skólann og eyddi svo restinni af deginum eins og fastur í gráu sírópi sem hægði á öllu nema tímanum. Dagar þar sem maður hefur fyrir hverju andartaki eins og maður dragi það gegnum þykkan efnisbút og þarf að hvílast milli þeirra. Svo skrapar maður saman leyfunum af sparaðri orku dagsins, sækir börnin, skutlar á æfingar, eldar, svæfir og endurtekur svo sama pakka næsta dag. Þeir dagar eru sárastir, þeir renna saman, samansafn grámans. Allir þeir dagarnir sem komu og fóru. Ég vil ógjarnan hugsa til þess að þeir hafi verið lífið.

Við viljum auðvitað heldur hugsa til daganna sem eru bjartir í minningunni, daga sem eytt var í góðu veðri eða að minnsta kosti í góðum félagsskap. Minnast daga sem eru skemmtilegar sögur eftir á (jafnvel þótt sögurnar lýsi atburðum sem voru erfiðir í stundinni). Dögum sem eytt var i umferðarteppur og biðraðir, búðaferðir og áfyllinga á bílinn, flugvallarbið og lestarferðir í vinnuna, ælupestir og vökunætur, þeir eru líka lífið en við teljum þá ógjarnan með.

Allir þessir dagar sem komu og fóru.

Helst af öllu viljum við muna eftir dögunum okkar og muna eftir þeim á góðan hátt. En það er ómögulegt að muna eftir dögunum öllum, minnið er takmarkaðra en lífið fyrir okkur flest og öllum er okkur gert að upplifa daga sem við helst vildum gleyma. Amma mín Sigrún sagði þó alltaf að uppáhaldsorðið hennar væri orðið „manstu“. Ég held að ég sé sammála henni. Orðið er reyndar ekki fallegt, önnur amma sem ég kynntist, norsk, lagði meira uppúr fagurfræði orðanna þegar hún sagði mér að orðin „eldspýtur“ og „klakabrynja“ væru uppáhalds íslensku orðin hennar. Orðið manstu er ekki neitt voðalega fallegt. Þá eru orð eins og sumarkvöld, blóðberg og heimsendi betri. En merking orðsins og notkun er einstök: manstu – með þessum tveimur stuttu atkvæðum köllumst við á við huga annarrar manneskju, við tengjum hugi okkar og rifjum upp atvik og persónur, staði og tilfinningar.

Manstu.

Þegar það er notað rétt, er ekkert fegurra orð í íslenskunni. Svíarnir með sitt kommer du ihåg og danirnir með husker du – hafa bara augljósar klambrasmíðar milli handanna, vandræðalegar í samanburði við manstu. Remember enskunnar er svo sem ágætt, re-member, en það er búið að juða því út í auglýsingaherferðum fyrir bæði kreditkort og ferðaskrifstofur. Það má þynna út hvað sem er í þágu sölumenskunnar.

Manstu.

Best er orðið þegar það varðar hlýjar og góðar minningar, auðvitað þarf stundum að rifja upp verri hluti líka í sameiningu, ekki síst þegar það kemur að telja til alla dagana sem komu og fóru. Sumum okkar eru gefið fleiri slæmar minningar en öðrum og ofskammtað erfiðum dögum meðan önnur eiga ofgnótt af góðum hlutum að rifja upp. Ég ímynda mér stundum hvað gæti fylgt orðinu manstu í notkun dætra minna á orðinu í framtíðinni. Við foreldrin reynum að minnsta kosti eins mikið og við getum að skapa þeim góðar hlýjar minningar til að ylja sér við í framtíðinni – framtíð sem virðist bæði hörð og óörugg á tímum loftslagsvár, heimsfaraldurs, aukinna áhrifa öfgahægriafla um Evrópu alla og tíma síðkapítalismans sem nagar sundur möskva öryggisneta velferðakerfanna. Vonandi muna þær ljúfar stundir á ferðalögum, spilakvöld í sumarbústöðum, sundlaugarferðir, sumarkvöld við stöðuvötn, góðan mat og sögustundir. Vonandi sækja þær hlýju og yl í minningar, og ég vona að mér auðnist að veita þeim öryggi og fullkominn stuðning, hverjar sem þær eru og hvað sem þær gera.

Við getum þó ekki gefið þeim góðar minningar alla dagana. Við höfum ekki einu sinni umráð yfir dögum þeirra lengur, skólakerfið og vinir þeirra gera kröfu á allflesta daga þeirra nú þegar. Við bíðum á meðan og horfum á þær vaxa fyrir hvern dag, fyllt stolti og áhyggjum. Spennan milli áhyggju og gleði er kannski það sem einkennir foreldralífið meir en nokkuð annað. Að horfa á börnin sín og geta varla beðið eftir að sjá hvernig þær munu þroskast og stækka og samtímis horfa til baka til minninganna um þær litlar og sakna þeirra.

„Manstu“, sagði amma mín, „það er fallegasta orðið á íslenskunni“. Við getum rifjað upp góðar stundir saman og þegar fólk er fallið frá sem okkur þykir vænt um getum við galdrað þau fram í huga okkar, heyrt rödd þeirra og fundið faðminn, séð svipbrigði og rifjað upp atvik. Og stundum fylgir sorg upprifjuninni, einnig þeim um góðar stundir. Ekki síst þeim um góðar stundir. Tilhugsunin um litla líkama dætra minna liggjandi með andlitið sitt í lófanum og bleyjurass í olnbogarótinni. Fyrstu brosin, fyrstu skrefin, fyrstu orðin…. Annað sænskt ljóðskáld, Bodil Malmsten, fangaði þessa spennu svo vel í eftirfarandi ljóðbroti[2]:

Ekkert má koma fyrir þig
Nei hvað segi ég
Allt verður að koma fyrir þig
og það verður að vera yndislegt

Komdu til baka
Komdu til baka

Meira að segja minningar um vökunætur með ælupest, heimsóknir á slysó og tilfinninguna þegar maður hélt að barnið hefði týnst í búð geta fengið ljúfsáran blæ þegar börnin manns sitja allt í einu sem unglingar við hliðina á manni og ræða pólitík og spila tónlist á leið í fyrstu flugferðina sína á eigin spýtum.

Hvert fór tíminn? Allir þessir dagar sem komu og fóru… voru það þeir sem komu fyrir þig barn? Voru það dagarnir sem komu og fóru sem stækkuðu þig og gerðu að sjálfstæðum einstakling með réttlætiskennd og skoðanir? Hvernig laumuðust þeir upp að þér? Ég hef varla haft af þér augun nema þegar ég svaf og þegar þú varst í skólanum kannski…. voru það þeir sem voru lífið?

Komdu tilbaka!
Nei, annars.
Vertu alveg eins og þú ert
og leyfðu lífinu að „koma fyrir“ þig.
Látum það vera yndislegt.

Allir þessir dagar sem komu og fóru, allar þessar stundir sem liðu hjá. Hlýjustu minningarnar eru oft um samveru í góðum hóp. En við getum aldrei verið alltaf saman. Ég sem kem bara til Íslands af og til finn stundum mikið fyrir dögunum sem komu og fóru án samveru. Ég man sérstaklega eftir því þegar við hjónin komum til landsins eftir langa fjarveru og urðum vör við hversu margir dagar höfðu liðið því það var búið að byggja heilt hverfi á Völlunum og færa veginn gegnum Hafnarfjörð ofan við kirkjugarðinn. Við vorum ringluð og lengi að átta okkur en skýringin var ósköp einföld – lífið tók ekki pásu á Íslandi meðan við vorum í Svíþjóð. Dagarnir komu og fóru á Íslandi líka, lífið leið rétt eins og í Svíþjóð og allt kom fyrir alla á meðan.

Við sjáum líka breytingar á fólkinu, ekki bara bæjunum. Vinirnir verða eldri og ellilegri (sem er merkilegt því ekki verðum við vör við sömu breytingar í speglinum). Systkini þroskast, eignast maka og börn, skilja og eignast nýja maka og börn, fara í nám, fá ábyrgðarfullar stöður á mikilvægum stöðum, bjarga lífum og skipuleggja atburði, búa til listaverk og hugsa um fólkið sitt. Foreldrin eldast, ömmur og afar veikjast og falla frá. Sumar minningar halda sumum í sundur en minningarnar sem halda okkur saman verða ljúfsár haldreipi í stríðum straumi daga sem renna gegnum okkur. Straumur daga sem koma fyrir okkur. Líf sem kemur fyrir okkur. Það er kannski ekki síst fjarveran fremur en samveran sem svíður í minningunum þegar maður býr í öðru landi: að geta ekki verið með þegar vinir giftu sig, geta ekki hjálpað systkinum að mála þegar þau flytja, að missa af laufabrauðsskurðinum ár eftir ár eftir ár, að hitta ekki börn fjölskyldumeðlima nýfædd. Að ná ekki að heimsækja ömmur og afa oftar þrátt fyrir vissuna um að tíminn sé naumt skammtaður. Að sjá foreldrin eldast og geta ekki verið þeim stoð.

Móðurbróðir minn sem bjó í Svíþjóð eins og ég og vann við Uppsalaháskóla eins og ég og dó alltof ungur, bara jafngamall mér, orti þegar hann var enn yngri ljóð sem bar með sér innsæi eldri manns. Þetta ljóð las ég yfir kistu mömmu hans í jarðarför hennar, jarðarför ömmunnar sem elskaði orðið manstu. Ég mundi þegar ég las ljóðið að hún hafði oft farið með lokaerindi þess fyrir mig, eins og til að minna mig á að ég yrði að gera það sem ég yrði að gera og vera þar sem ég þyrfti að vera og láta dagana líða þrátt fyrir að það væri stundum sárt.

Einn af öðrum
tínum við dagana
af meiði sínum,
kveðjum við ár
og fögnum nýjum
hver með nokkrum trega.

(…)

En til lítils er að sýta
hin glaðværu andartök
stundir og ár
að baki.
Þegar ný sól rís
með morgni,
og hver stund dýrmæt.[3]

Til lítils er að sýta hið liðna, hin glaðværu og hin döpru andartök. Það þýðir þó ekki að við eigum ekki að hlúa að þeim og rifja upp þegar þarf, það er hluti af lífinu að muna. En fortíðina er erfitt að fanga í lófa sér. Þá er kannski mikilvægara að reyna að smíða fleiri stundir í óvissri framtíð með samveru, hlýju, minningum og björtum dögum sem koma og fara.

Að láta ekki lífið líða bara líða hjá heldur tína úr því daga til að muna.


[1] Stig Johansson, Den kapsejsade himlen. 1984

[2] Bodil Malmsten, Det här är hjärtat (1993). Reyndar fjallar ljóðið um vin hennar sem dó, en mér finnst það engu að síður lýsa foreldraspennunni vel.

[3] Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Gerðir, 1973

Blog at WordPress.com.

Up ↑