News

Bréfin farin í prentun

Þá er búið að senda handritið að bókinni minni, Bréf úr sjálfskipaðri útlegð, í prentun sem þýðir að hún komi líklega til Íslands eftir einn til tvo mánuði. Öll vinnan við fráganginn að handritinu gekk mjög vel og hratt fyrir sig. Ég hef tekið þátt í bókaútgáfum á nokkrum bókum hér erlendis, bæði sem kaflahöfundur og sem aðalhöfundur og reynslan var alltaf að hvert stig tæki nokkrar vikur og mánuði fyrir sig. Fyrsti yfirlestur kom eftir bara tvo daga, umbrotið tveimur dögum seinna, seinni yfirlestur og kápuhönnunin á innan við viku.

Samstarfið við Aðalstein Svan Sigfússon sem hannaði kápuna og sá um umbrotið var alveg frábært, og yfirlestur hins Aðalsteinsins (Eyþórssonar) var bæði nákvæmur og betrumbætandi. Ekki síst tók hann eftir skorti á samræmi í skipulagi ljóðanna sem var hægt að lagfæra.

Hér má sjá kápuna, sem mér þykir ákaflega falleg. Aðalsteinn Svanur tók myndina sem með dulúðlegri þokunni og fjallasýninni og þessu klassíska íslenska landslagi fangar bæði söknuðinn, hugleiðinguna og tilraunina til að fanga hið fjarlæga sem ég vona að lesendur finni að sé í forgrunni bókarinnar.

Debattartikel på Svenska dagbladet

Förra helgen publicerade Svenska dagbladet en artikel av skolminister Lotta Edholm om regeringens prioriterade skolpolitik de kommande månaderna. Artikeln kunde ha varit skriven av en AI-bot med instruktionen “skriv en debattartikel från liberalerna, i stil med åren 2006-2020”. Såväl terminologin som de utpekade områdena var så förutsägbara: nu är det alltså slutexperimenterat med såfäl “full inkludering” som “postmodernism i läroplanerna”.

Jag skrev en replik som publicerades någon dag senare både online och i tryck. Här följer länk till Svenska dagbladets publicering och här är en länk till Skola och samhälles återpublicering (som är olåst).

A third review of Towards a Pedagogy of Higher Education

I just found a third review of Towards a Pedagogy of Higher Education, this one written by Kasper A. Sørensen in a German educational science journal of the name Erziehungswissenschaftliche Revue. Also a thorough and critical review emphasizing both the qualities of the book as the threads that would have needed to be developed. https://www.klinkhardt.de/ewr/978036751505.html

Some favorite quotes:

”A strength of the book is its integration of policy analyses and pedagogical-philosophical conceptual work. The policy analysis is at its best in chapter 2 when the authors analyse the effects of specific EU-documents from the Bologna process on teaching and learning”

”They brilliantly show how the pedagogical role of the university – what it wants with/for its subjects – has withered in higher education and thus needs to be re-claimed and re-formulated.”

”In conclusion, “Towards a Pedagogy of Higher Education” is a timely book that brilliantly adds a Critical Didaktik -perspective to a field where profound pedagogical considerations have been overtaken by worries about how to effectively implement policy agendas”

And finally:
”Well-written and conceptually stimulating, the book provides valuable food-for-thought-and-action for teacher-researchers in higher education and everyone working with university pedagogy.”

The book is currently available as both hardback and E-book at a 25% discount here: bit.ly/3HY6B9n
As always, I suggest asking your nearest University library to get a copy so that it an be made available to more readers.

Ny recension av Towards a Pedagogy of Higher Education

En ny, mycket noggrann och otroligt detaljrik recension av Lotta Jons om Johannes Rytzler och min bok Towards a Pedagogy of Higher Education har precis kommit ut i tidsskriften Högre Utbildning.

https://hogreutbildning.se/index.php/hu/article/view/5254

Det är särskilt glädjande som författare att få läsa en så nyanserad och initierad kritik av sitt alster. Här beskrivs boken såväl strukturellt som argumentens detaljer, för- och nackdelar lyfts fram och de kritiska synpunkterna belyser konstruktivt hur boken kunde blivit bättre.

Här följer några favoritcitat:

”Högskolepedagogiken har hittills på det stora hela varit förvånansvärt frikopplad från utbildningsvetenskaplig teori och filosofi, så Magnússons och Rytzlers bok och teori om undervisning i högre utbildning är synnerligen välkommen. Den policyanalys som författarna genomför i bokens första del är övertygande och hjälper mig som läsare att få såväl överblick över som djupare förståelse för de krafter som opererat och de konsekvenser som uppstått i det att högre utbildning alltmer kommit att styras enligt NPM-ideologi.”

”Detsamma gäller analysen av hur detta spelat ut i den europeiska kontexten och argumenten för på vilket sätt Bolognaprocessen varit drivande i den hegemoniska ställning som CA-konceptet åtnjutit inom universitetspedagogisk praktik. Bokens första del är klargörande och givande på det sätt som bara texter skrivna av verkliga experter inom ett område kan skriva fram.”

”… Magnússons och Rytzlers förslag på universitetspedagogik grundlagd i didaktik och impregnerad med filosofisk pedagogik inte förtjänar något mindre än ett ”Äntligen!” Äntligen har någon visat hur högskolepedagogiken kan förankras i de teoretiska fundament och den terminologi som andra förgreningar av utbildningsvetenskap knyter an till.”

Inte minst tycker jag om slutorden:

”…även om deras resonemang i stycken blir lite väl utvecklade, så är behållningen av boken mäktig och dess bidrag till högskolepedagogisk forskning, utbildning och utveckling svår att överskatta.”

Boken går att beställa vartän ni beställer böcker, men tex pågår en 25% rabatt på Routledge egna sida https://www.routledge.com/Towards-a-Pedagogy-of-Higher-Education-The-Bologna-Process-Didaktik-and/Magnusson-Rytzler/p/book/9780367515058 Bäst vore såklart att ni inte lägger den höga summan ut själva utan ber ert närmaste universitetsbibliotek att köpa in den så att fler ska få tillgång till den.

För den som kan hålla sig kommer en billigare paper-back version av boken till hösten.

Bréf úr sjálfskipaðri útlegð

Vorið 2022 gekk ég frá bókarhandriti með safni af esseyum og ljóðum og er nú með samningsdrög hjá bókaútgáfunni Sæmundi.

Sá fylgir böggull skammrifi að höfundur lofar að kaupa hluta af upplaginu til að deila áhættunni milli aðila, svo til að dæmið gangi upp þyrfti ég að selja ca. 100-150 eintök af bókinni sjálfur, helst sem mest í forsölu.

Því vil ég nú kanna áhuga fólks á þessu kveri mínu. Ég læt hér fylgja hlekk á eina af esseyunum á heimasíðunni minni svo þið fáið innsýn í þessi skrif:

Eldri útgáfa af einni esseyanna í bókinni var birt á Kjarnanum 2019 og þrjár þeirra hafa verið birtar á sænsku á menningartímaritinu Magasin Opulens.

Handritið heitir Bréf úr sjálfskipaðri útlegð og fjallar um ýmsa tilvistarspekilega vinkla á það að átta sig svo á því að maður sé búinn að vera liðlega tuttugu ár – nær öll fullorðinsár sín – erlendis, og eigi líklega ekki afturkvæmt „heim“.

Esseyarnar fjalla um tíma, efa, söknuð, sorg, gleði, andlega heilsu, fögnuð og samband einstaklingsins við land og samfélag. Sjónarhornið er persónulegt en ég reyni að velta fyrir mér hlutunum á hátt sem fleiri nái að tengja við. Ljóðin kallast svo á við esseyarnar.

Nokkrar leiðir eru til boða til að kaupa bókina í forsölu (áritun fylgir til allra sem þess óska):

  1. Eintak má kaupa á 4500 kr frá mér (mun kosta 5990 í verslun).
  2. Einnig er hægt að kaupa eintak á 5000 kr og fá með því bókamerki með ljóði úr bókinni.

Endilega kíkið á og lesið esseyna og látið mig vita hvort það sé áhugi fyrir að taka þátt í þessu með mér með kaupum á eintaki af bókinni, t.d. gegnum þennan hlekk hér.

Með ástarkveðju,
G

“Allir þessir dagar…”

Einu sinni, fyrir örugglega hundrað árum síðan, gekk ég um götur í Oslóarborg og rakst þar á lítinn bronsskjöld á húsvegg. Á honum stóð ljóðið Förlusten (missirinn) eftir sænska ljóðskáldið Stig Johansson[1] á norsku:

„Allir þessir dagar sem komu og fóru
ekki vissi ég að þeir væru lífið“

Skilaboðin eru svo skýr, eru öllum ljós sem lesa þau, en eiga samtímis endurtekið erindi við okkur öll þar sem það er ómögulegt að eyða lífinu með þennan fullkomna sannleika í forgrunni. Ég hripaði niður orðin af bronsskildinum í litla vasabók sem ég var með á mér og síðar skrifaði ég ljóðið á lítinn miða og hengdi upp á skrifstofunni í vinnunni, yfir lítilli mynd af konu minni og börnum með sólsetur í bakgrunni við fallegt vatn. Samansafn af því dýrmætasta sem ég á í lífi mínu, fólkið mitt og ljúf minning um góðan dag sem kom og fór.

Ég er ekki einn um að hafa verið snortinn af þessu ljóði, maður rekst oft á það í sænsku samfélagi. Það er vitnað í það í útvarpsþáttum, blaðagreinum, ritgerðum og ræðum. Það er skrifað á samfélagsmiðla og hengt við ljósmyndir af fólki sem dáist af sólsetri yfir fallegum vatnsfleti. Það er sagt með þungum rómi (kannski bara fyrsta línan) á kaffistofunni þegar einhver klárar dagana sína og fellur frá eða með léttum rómi þegar einhver fer á eftirlaun því eftirlaunaþeginn ræður sjálfur yfir dögunum sínum. Stundum er ljóðið afbakað til að passa við einhver sniðug skilaboð, stundum er gert grín að því og það borið fram sem dæmi um tilvitnun sem virðist djúpúðugri en hún eiginlega sé. Svolítið eins og tilvitnunin í Lennon um að lífið væri það sem gerðist þegar maður væri að skipuleggja aðra hluti. Svo skipulagði einhver að skjóta Lennon sem dó og skipulagði ekkert meir. Það er myrk áminning um skilaboð bæði tilvitnunarinnar í Lennon og ljóðsins hans Stig Johansson.  

Allir þessir dagar sem koma og fara. Ég hef borið þetta ljóð og skilaboð þess með mér, en engu að síður hafa svo margir dagar farið framhjá mér. Það auðveldasta að benda á eru að sjálfsögðu dagar sem eytt er i vinnu sem er engum til ánægju. Til dæmis fundadagar. Allir þessir fundadagar. Það hefur þó farið ansi mikið skánandi eftir að ég skipti um vinnustað. Fyrri háskólinn minn var fundaóður, það voru skyldufundir lagðir á heila daga oft í mánuði og það skipti engu máli þótt ekkert hefði gerst síðan síðast eða þótt sama fólkið væri að hittast í sama herbergi til að ræða sömu hlutina en bara með nýju fundanafni. Verstir voru svokallaðir kick-off-dagar sem var oft splæst saman við „endurmenntun“ þar sem einhver kauði utan úr bæ, með takmarkaða innsýn í starfsemi háskóla, kom og sagði háskólamenntuðu fólki sem starfaði við háskóla hvernig það ætti að endurhugsa háskólastarf, gjarnan studdur mistúlkunum á grískum heimspekingum sem áheyrendur þekktu mun betur en ræðuhaldarinn. Ég fann stundum lífið líða úr mér á slíkum dögum; þar var mínútum brennt út í algleymið sem ég fæ aldrei tilbaka og sem aldrei nýttust til neins nema þess að deildarstjórinn gat sagt að endurmenntunarinngrip hefði átt sér stað fyrir allt starfsfólk deildarinnar.

Þó eru sárari dagarnir sem ég hef misst frá mér af eigin atorkuleysi. Dagar sem ég hef legið eins og lamaður í stofusófanum eða setið eins og steinrunninn fyrir framan tölvuskerm og engu komið í verk. Sumir þessara daga voru einfaldlega undirseldir kvíðanum, aðrir undir oki þunglyndis, flestir þó sambland af báðu. Dagar þar sem maður rétt gat safnað saman orku og vilja sem dugði til að drattast framúr og koma krökkunum í skólann og eyddi svo restinni af deginum eins og fastur í gráu sírópi sem hægði á öllu nema tímanum. Dagar þar sem maður hefur fyrir hverju andartaki eins og maður dragi það gegnum þykkan efnisbút og þarf að hvílast milli þeirra. Svo skrapar maður saman leyfunum af sparaðri orku dagsins, sækir börnin, skutlar á æfingar, eldar, svæfir og endurtekur svo sama pakka næsta dag. Þeir dagar eru sárastir, þeir renna saman, samansafn grámans. Allir þeir dagarnir sem komu og fóru. Ég vil ógjarnan hugsa til þess að þeir hafi verið lífið.

Við viljum auðvitað heldur hugsa til daganna sem eru bjartir í minningunni, daga sem eytt var í góðu veðri eða að minnsta kosti í góðum félagsskap. Minnast daga sem eru skemmtilegar sögur eftir á (jafnvel þótt sögurnar lýsi atburðum sem voru erfiðir í stundinni). Dögum sem eytt var i umferðarteppur og biðraðir, búðaferðir og áfyllinga á bílinn, flugvallarbið og lestarferðir í vinnuna, ælupestir og vökunætur, þeir eru líka lífið en við teljum þá ógjarnan með.

Allir þessir dagar sem komu og fóru.

Helst af öllu viljum við muna eftir dögunum okkar og muna eftir þeim á góðan hátt. En það er ómögulegt að muna eftir dögunum öllum, minnið er takmarkaðra en lífið fyrir okkur flest og öllum er okkur gert að upplifa daga sem við helst vildum gleyma. Amma mín Sigrún sagði þó alltaf að uppáhaldsorðið hennar væri orðið „manstu“. Ég held að ég sé sammála henni. Orðið er reyndar ekki fallegt, önnur amma sem ég kynntist, norsk, lagði meira uppúr fagurfræði orðanna þegar hún sagði mér að orðin „eldspýtur“ og „klakabrynja“ væru uppáhalds íslensku orðin hennar. Orðið manstu er ekki neitt voðalega fallegt. Þá eru orð eins og sumarkvöld, blóðberg og heimsendi betri. En merking orðsins og notkun er einstök: manstu – með þessum tveimur stuttu atkvæðum köllumst við á við huga annarrar manneskju, við tengjum hugi okkar og rifjum upp atvik og persónur, staði og tilfinningar.

Manstu.

Þegar það er notað rétt, er ekkert fegurra orð í íslenskunni. Svíarnir með sitt kommer du ihåg og danirnir með husker du – hafa bara augljósar klambrasmíðar milli handanna, vandræðalegar í samanburði við manstu. Remember enskunnar er svo sem ágætt, re-member, en það er búið að juða því út í auglýsingaherferðum fyrir bæði kreditkort og ferðaskrifstofur. Það má þynna út hvað sem er í þágu sölumenskunnar.

Manstu.

Best er orðið þegar það varðar hlýjar og góðar minningar, auðvitað þarf stundum að rifja upp verri hluti líka í sameiningu, ekki síst þegar það kemur að telja til alla dagana sem komu og fóru. Sumum okkar eru gefið fleiri slæmar minningar en öðrum og ofskammtað erfiðum dögum meðan önnur eiga ofgnótt af góðum hlutum að rifja upp. Ég ímynda mér stundum hvað gæti fylgt orðinu manstu í notkun dætra minna á orðinu í framtíðinni. Við foreldrin reynum að minnsta kosti eins mikið og við getum að skapa þeim góðar hlýjar minningar til að ylja sér við í framtíðinni – framtíð sem virðist bæði hörð og óörugg á tímum loftslagsvár, heimsfaraldurs, aukinna áhrifa öfgahægriafla um Evrópu alla og tíma síðkapítalismans sem nagar sundur möskva öryggisneta velferðakerfanna. Vonandi muna þær ljúfar stundir á ferðalögum, spilakvöld í sumarbústöðum, sundlaugarferðir, sumarkvöld við stöðuvötn, góðan mat og sögustundir. Vonandi sækja þær hlýju og yl í minningar, og ég vona að mér auðnist að veita þeim öryggi og fullkominn stuðning, hverjar sem þær eru og hvað sem þær gera.

Við getum þó ekki gefið þeim góðar minningar alla dagana. Við höfum ekki einu sinni umráð yfir dögum þeirra lengur, skólakerfið og vinir þeirra gera kröfu á allflesta daga þeirra nú þegar. Við bíðum á meðan og horfum á þær vaxa fyrir hvern dag, fyllt stolti og áhyggjum. Spennan milli áhyggju og gleði er kannski það sem einkennir foreldralífið meir en nokkuð annað. Að horfa á börnin sín og geta varla beðið eftir að sjá hvernig þær munu þroskast og stækka og samtímis horfa til baka til minninganna um þær litlar og sakna þeirra.

„Manstu“, sagði amma mín, „það er fallegasta orðið á íslenskunni“. Við getum rifjað upp góðar stundir saman og þegar fólk er fallið frá sem okkur þykir vænt um getum við galdrað þau fram í huga okkar, heyrt rödd þeirra og fundið faðminn, séð svipbrigði og rifjað upp atvik. Og stundum fylgir sorg upprifjuninni, einnig þeim um góðar stundir. Ekki síst þeim um góðar stundir. Tilhugsunin um litla líkama dætra minna liggjandi með andlitið sitt í lófanum og bleyjurass í olnbogarótinni. Fyrstu brosin, fyrstu skrefin, fyrstu orðin…. Annað sænskt ljóðskáld, Bodil Malmsten, fangaði þessa spennu svo vel í eftirfarandi ljóðbroti[2]:

Ekkert má koma fyrir þig
Nei hvað segi ég
Allt verður að koma fyrir þig
og það verður að vera yndislegt

Komdu til baka
Komdu til baka

Meira að segja minningar um vökunætur með ælupest, heimsóknir á slysó og tilfinninguna þegar maður hélt að barnið hefði týnst í búð geta fengið ljúfsáran blæ þegar börnin manns sitja allt í einu sem unglingar við hliðina á manni og ræða pólitík og spila tónlist á leið í fyrstu flugferðina sína á eigin spýtum.

Hvert fór tíminn? Allir þessir dagar sem komu og fóru… voru það þeir sem komu fyrir þig barn? Voru það dagarnir sem komu og fóru sem stækkuðu þig og gerðu að sjálfstæðum einstakling með réttlætiskennd og skoðanir? Hvernig laumuðust þeir upp að þér? Ég hef varla haft af þér augun nema þegar ég svaf og þegar þú varst í skólanum kannski…. voru það þeir sem voru lífið?

Komdu tilbaka!
Nei, annars.
Vertu alveg eins og þú ert
og leyfðu lífinu að „koma fyrir“ þig.
Látum það vera yndislegt.

Allir þessir dagar sem komu og fóru, allar þessar stundir sem liðu hjá. Hlýjustu minningarnar eru oft um samveru í góðum hóp. En við getum aldrei verið alltaf saman. Ég sem kem bara til Íslands af og til finn stundum mikið fyrir dögunum sem komu og fóru án samveru. Ég man sérstaklega eftir því þegar við hjónin komum til landsins eftir langa fjarveru og urðum vör við hversu margir dagar höfðu liðið því það var búið að byggja heilt hverfi á Völlunum og færa veginn gegnum Hafnarfjörð ofan við kirkjugarðinn. Við vorum ringluð og lengi að átta okkur en skýringin var ósköp einföld – lífið tók ekki pásu á Íslandi meðan við vorum í Svíþjóð. Dagarnir komu og fóru á Íslandi líka, lífið leið rétt eins og í Svíþjóð og allt kom fyrir alla á meðan.

Við sjáum líka breytingar á fólkinu, ekki bara bæjunum. Vinirnir verða eldri og ellilegri (sem er merkilegt því ekki verðum við vör við sömu breytingar í speglinum). Systkini þroskast, eignast maka og börn, skilja og eignast nýja maka og börn, fara í nám, fá ábyrgðarfullar stöður á mikilvægum stöðum, bjarga lífum og skipuleggja atburði, búa til listaverk og hugsa um fólkið sitt. Foreldrin eldast, ömmur og afar veikjast og falla frá. Sumar minningar halda sumum í sundur en minningarnar sem halda okkur saman verða ljúfsár haldreipi í stríðum straumi daga sem renna gegnum okkur. Straumur daga sem koma fyrir okkur. Líf sem kemur fyrir okkur. Það er kannski ekki síst fjarveran fremur en samveran sem svíður í minningunum þegar maður býr í öðru landi: að geta ekki verið með þegar vinir giftu sig, geta ekki hjálpað systkinum að mála þegar þau flytja, að missa af laufabrauðsskurðinum ár eftir ár eftir ár, að hitta ekki börn fjölskyldumeðlima nýfædd. Að ná ekki að heimsækja ömmur og afa oftar þrátt fyrir vissuna um að tíminn sé naumt skammtaður. Að sjá foreldrin eldast og geta ekki verið þeim stoð.

Móðurbróðir minn sem bjó í Svíþjóð eins og ég og vann við Uppsalaháskóla eins og ég og dó alltof ungur, bara jafngamall mér, orti þegar hann var enn yngri ljóð sem bar með sér innsæi eldri manns. Þetta ljóð las ég yfir kistu mömmu hans í jarðarför hennar, jarðarför ömmunnar sem elskaði orðið manstu. Ég mundi þegar ég las ljóðið að hún hafði oft farið með lokaerindi þess fyrir mig, eins og til að minna mig á að ég yrði að gera það sem ég yrði að gera og vera þar sem ég þyrfti að vera og láta dagana líða þrátt fyrir að það væri stundum sárt.

Einn af öðrum
tínum við dagana
af meiði sínum,
kveðjum við ár
og fögnum nýjum
hver með nokkrum trega.

(…)

En til lítils er að sýta
hin glaðværu andartök
stundir og ár
að baki.
Þegar ný sól rís
með morgni,
og hver stund dýrmæt.[3]

Til lítils er að sýta hið liðna, hin glaðværu og hin döpru andartök. Það þýðir þó ekki að við eigum ekki að hlúa að þeim og rifja upp þegar þarf, það er hluti af lífinu að muna. En fortíðina er erfitt að fanga í lófa sér. Þá er kannski mikilvægara að reyna að smíða fleiri stundir í óvissri framtíð með samveru, hlýju, minningum og björtum dögum sem koma og fara.

Að láta ekki lífið líða bara líða hjá heldur tína úr því daga til að muna.


[1] Stig Johansson, Den kapsejsade himlen. 1984

[2] Bodil Malmsten, Det här är hjärtat (1993). Reyndar fjallar ljóðið um vin hennar sem dó, en mér finnst það engu að síður lýsa foreldraspennunni vel.

[3] Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Gerðir, 1973

Om politikernas oförmåga att axla sitt ansvar, del 3

Som jag har skrivit i några debattartiklar tidigare är det uppenbart att kommunpolitiker inte kan axla det ansvar de har när det kommer till långvarig förvaltning av utbildningsverksamheter.

Nu ska min kommun Eskilstuna dra ned u.t. 40 milj. i förskolan. https://ekuriren.se/bli-prenumerant/artikel/r3x3ywkr/ek-2m2kr_s_22

Huvudskälet menar man är färre barn (och därav minskade intäkter) men i samma stycke nämns även effektiviseringskrav och ”uteblivna statsbidrag” och det nämns även att eventuellt kan ett statsbidrag om 5 miljoner minska smällen.

Kommunerna verkar med andra ord lita på tillfälliga och tidsbegränsade statsbidrag för att få verksamheten att gå runt – det visste vi visserligen sedan tidigare – men medan det i sig ör helt ohållbart blir det ju helt befängt att använda personalstyrkan (som utökades med 100 barnskötare 2019) som reglage för undermåliga budgetprognoser.

Saken står mig nära, gift som jag är med en förskollärare som arbetar i ett utsatt område. Har även haft barn på förskolor och har flera bekanta som arbetar i verksamheterna. Jag ser och känner med andra ord hur svältfödd verksamheten är och har sett försämringen över tid.

Nu råkar Eskilstuna också ha en mycket lägre andel utbildade förskollärare än rikssnittet. Barngrupperna är marginellt mindre (obs än riksgenomsnittet) men det får sättas i relation till personalsammanssättningen och barngrupperna som allmänt är något tyngre än snittet.

Att minska ännu mer på redan svältfödd verksamhet är talande för politikernas prioriteringar och Eskilstuna lär ju bara vara ett exempel av många där groteska nedskärningar är att vänta i och med inflationen och elpriserna. Och politiska färgen spelar föga roll, här styr S och M.

Här är länkar till två av mina tidigare artiklar om Eskilstunapolitikernas oförmåga att hantera sitt ansvar. Men de spelar såklart ingen roll i sammanhanget – de fick ju inte ens repliker från de berörda.

https://ekuriren.se/debatt/artikel/politikerna-maste-ta-sitt-ansvar-for-skolan/lwp2g57r

https://ekuriren.se/debatt/artikel/marknadsstyrningen-forsamrar-skolan-i-eskilstuna-/jp37067l

Men det viktigaste är väl ändå det som personalen säger:

”Det blir nog inte många förskollärare kvar i kommunen. Vi har gått på knäna i åratal utan mer än klapp på axeln. Jag bryter mot skollagen varje vecka på grund av att jag inte får rätt förutsättningar. Vi vänder ut och in på oss för att överleva dagen”

Nytt bokkapitel ute

Jag fick förtroendet och äran att skriva ett kort kapitel om inkludering och specialpedagogik i den nya utgåvan av antologin Att bli lärare. Boken riktar sig till lärarstudenter tidigt i deras utbildning och avhandlar en mängd olika ämnen av relevans för läraryrket i korta och tillgängliga format.

Det är alltid roligt att bli tillfrågad att skriva bidrag till antologier men det är alltid lite speciellt att få skriva i böcker som riktar sig till blivande lärare. Som son till två lärare och som utbildad lärare känner jag alltid en viss tillhärighet till yrket även om jag formellt nog inte faller under yrkesgruppen i strikta termer. Det är därför särskilt roligt att veta att man kanske får bidra till blivande lärares utbildning även i form av kurslitteratur.

Ny essä i Opulens

Magasin Opulens publicerade en essä av mig nu i helgen, denna gången om ett liv utan tro – något som växt fram som konsekvens av till synes obetydliga händelser i min barndom. Essän tar avstamp i två texter som publicerats nyligen på DN kultur där å ena sida Kristina Lindquist och å andra sidan Björn Wiman skriver om sina förhållanden till kristendomen. Båda deras texter är tankeväckande och fina, men jag ville skriva lite om hur det är att befinna sig i ett tillstånd i rummet mellan de två. Ett lugn i ateismens ödslighet så att säga. Detta är den tredje litterära essän Opulens publicerar av mig, tidigare under året publicerade de essän Tiden och vattnet och någon vecka senare essän Alla dessa dagar. Samtliga essäerna skrev jag på isländska som del av ett större projekt – en samling om tolv essäer och ett antal dikter med namnet “Bréf úr sjálfskipaðri útlegð” (Brev från självvald exil på svenska). Samlingen tar avstamp i olika teman och innehåller reflektioner om livet i ett annat land, vad som blir viktigt när man inser att man bott nästan lika länge utomlands som i barndomens Island, livet med barn, högtider, livet och döden, sorgen och arbetet. En essä från samlingen har också tidigare publicerats på isländska på nyhetskanalen Kjarninn. För ett par år sedan – mitt i covid – läste jag en kurs med namnet “Att skriva kritik och essäistik” på Linnéuniversitetet. Jag tänkte mig att där skulle jag få lite redskap för att utveckla mitt skrivande och betraktade kursen som ett slags kompetensutveckling tillika steg in i nya världar. Kursen gav mig så mycket mer än vad jag hade hoppats på. Förutom njutningen av att läsa en massa material man aldrig hade kommit i kontakt med annars fick jag utmärkt feedback från kursens lärare – feedback som bidrog till att jag skulle hitta min röst, som uppmanade mig att använda den och som pekade på saker jag verkligen behövde utveckla för att förbättra mitt skrivande. Boken Essayism av Brian Dillon blev också en särskild favorit. Jag har läst den flera gånger och återvänder till delar av den regelbundet. Det är nämligen något lockande med essäskrivandet. Denna genre som bygger på noggranna reflektioner som ändå betraktas som försök. Kunskap får varvas med undersökning och den egna rösten och de egna erfarenheterna blir redskap snarare än något  problematiskt såsom det kan bli i det mer vetenskapliga skrivandet. Sara Danius, Zadie Smith, Peter Englund,George Orwell och inte minst Brian Dillon blev inspiration. Danius, Englunds och Orwells humor ligger ofta under tillsynes allvarliga spörsmål, även i noggranna nästintill vetenskapsstringenta analyser. Smith och Dillon tillåter sig en associationsströsslad stil som alltid tar avstamp i den egna erfarenheten – det egna perspektivet. William James som skrev essäeistiskt oavsett vad han skrev om – alltid varmt närvarande i texten. Brian Dillon beskriver essän som något bortom genren, som ett slags sätt att leva, i sin bok Essayism. Hans essäer pendlar från det analyserande, exempelvis av andra författare, konsller film, till de djupt personliga, biografiska berättandet där han analyserar sig själv. Essäsamlingen jag skrev är väldigt inspirerad av just detta tillvägagångssätt. Men Essayism kan vara något som sträcker sig bortom skrivandet, det kan vara ett sätt att finnas på, ett sätt att granska världen på. Jag läste Claire Colebrooks böcker om Ironi som filosofiskt redskap och som litteraturvetenskapligt redskap som forskarstudent och fick där ett begrepp om existentiella utgångspunkter för mitt närmande till världen. Ironin är ett verktyg som undersöker motsägelser, som tittar på sprickorna, som uppmärksammar det lustiga och paradoxala. Essayism blev sedan – i mitt fall – kanske mer av ett tillägg, ett stilistiskt grepp och ett sätt att uppmärksamma och använda den egna rösten. Essän Opulens publicerade var alltså den fjärde litterära essän (om man inkluderar den isländska) som jag fått publicerad. Jag har även publicerat några essäer om utbildningsfrågor (på Arena Essä) och hoppas kunna få min isländska essäsamling publicerad under nästa år.

 

Skolmarknadens Eskilstuna

När skoldebatten endast pendlar mellan vinstförbud och postmoderna läroplaner misslyckas den att belysa marknadsstyrningens ödesdigra konsekvenser. Det här fallet är ett klockrent exempel på detta dock och värt att informera om. En stor vinstdrivande koncern ansöker om att starta en stor skola, över 500 elever, i centrala Eskilstuna. Noteras bör att det redan finns nybyggda skolor i centrala Eskilstuna och att prognosen framöver tyder på minskade barngrupper men tillräckligt med platser i det befintliga skolbeståndet. Eftersom det finns fri etableringsrätt och eftersom skolinspektionen brukligen kör över eventuella nejröster från kommunen tillåts skolan starta ändå. Vi kan notera att kommunpolitikerna röstade ja för etableringen, vilket är ett bra exempel på deras oförmåga att ta ansvar för skolan (som jag skrivit om tidigare)

När 500 elever försvinner från de omkringliggande skolorna handlar det om en handfull elever från varje skola, kanske några från varje klass. Men de kommunala skolorna har redan en ansträngd ekonomi och sparbeting på halsen samt har genomgått flera år med besparingar och nedskärningar som drabbat skolornas verksamhet. Varje elev som försvinner tar med sig sin elevpeng, men de fasta kostnaderna för personal och lokaler kvarstår. Ingen skola kan lägga ned en klass, hyra ut klassrummet och säga upp läraren, men de flesta får mindre intäkter. Med andra ord skapas ett ekonomiskt underskott i en redan ekonomiskt ansträngd verksamhet till följd av nyetableringen per automatik. Här spelar det ingen roll om läroplanen är postmodern eftersom vi pratar om den ekonomiska verkligheten som skolmarknaden skapar för våra barn och lärarna som kämpar för att undervisa dem. Det spelar heller ingen roll om skolkoncernen är en koncern, en vinstdrivande friskola eller en ideell stiftelse skola. Pengarna sipprar likaväl med varje enskild elev. Noteras bör att kommunen har skolutbudsansvar gentemot sina invånare. Den måste ha lite överkapacitet i skolorna ifall en friskola lägger ned för att det inte var tillräckligt lönsamt eller går i konkurs, eller om det skulle bli en oförutsedd ökning invånare i kommunen.

När kommunala skolan helt plötsligt får lite mindre pengar att röra sig med finns det två alternativ. Det ena är att spara – och det kan man antingen göra genom större klasser (grattis alla) eller genom nedskärning av personalkostnader. Brukligen försvinner kringtjänster som underlättar skolvardagen för eleverna, specialpedagoger och speciallärare, kuratorer, skolbibliotekarien, tjänster tillsätts inte när folk går i pension, obehöriga lärare (som är billigare) anställs, och behöriga lärare får sätta betyg på fler ungar eftersom de är de enda som får göra det enligt lag: alltså mer jobb. Andra kostnader kan också försvinna, som kvalificerade läromedel – då lärare uppmuntras göra egna medel istället, skolbiblioteket bantas, man sparar in på material i exempelvis slöjd och idrotten osv osv. Elevhälsan centraliseras kanske. En alltigenom lite sämre skolverksamhet med andra ord är resultatet av skolmarknaden.

Det andra alternativet är att gå med ekonomiskt minus. Och det är faktiskt inget alternativ – våra politiker har varit väldigt tydliga med att ingen ska överskrida sin budget. Men om det nu inte går att undvika minus, om någon eller ett par skolor skulle dra över sin budget trots att man bytt ut rektorn och trots att man försöker sitt bästa att lösa problemen i arbetslaget – ja då måste ju kommunen täcka förlusten. De pengarna som skjuts till i det ekonomiska hålet blir då betraktade som tillägg på kommunala skolornas skolpeng, vilket i sin tur ökar skolpengen också till friskolorna trots att de inte burit de ökade kostnaderna som faktiskt lett till behovet av ökade medel i kommunala skolan. De får helt enkelt en liten bonus på skolpengen – och när den bonusen tillfaller vinstdrivna koncerner, ja då vet ni vart de pengarna drar. Till exempel till utländska riskkapitalister, eller bara i utdelning till den enskilda ägaren, eller till koncernernas utbyggnad i andra länder där man faktiskt inte tillåter vinstdrift, eller till fd. politiker som av någon anledning finns i överflöd bland ägare och i styrelserna. Eventuellt kan de finansiera raden advokater som stämmer kommunerna på extra skolpeng när de rean går back, som ser till att konkursbo till skolor som sedan länga slutat finnas får sina extra pengar eller till administrativa enheter som sitter centralt på koncernerna med det enda uppdraget att ansöka om diverse riktade statsbidrag. Det är i alla fall inte alls säkert att de kommer till eleverna som går på deras skolor.

Så fungerar skolmarknaden i ett större perspektiv. Vi vet sen tidigare att den leder till ökad segregation, minskad likvärdighet och eskalerande glädjebetyg. Vinstuttagen må sticka i ögonen (det gör de) men fri etableringsrätt, skolpengssystemet, skolvalets utformning, koncerndriften, effektivitetsjakten, dokumentationsbehovet som uppstår till följd av behovet av att reglera ett genomkorrupt system och ständiga försämringar av lärarnas arbetsmiljöer – vilket i sin tur matar lärarbristen, är ett ännu större problem.

Så grattis Eskilstuna. Verkligen. Grattis.

Jag vill verkligen uppmana er att läsa på mer om skolmarknaden. Jag har själv lärt mig mycket av Tankesmedjan Balans (Åsa Plesner och Marcus Larsson) som ägnat de senaste åren åt att informera om dess negativa konsekvenser. De har nyligen utdelats Ohlinpriset för sina folkbildningsinsatser.

Blog at WordPress.com.

Up ↑