Viðbrögð við “Bréfunum”

Þetta hefur verið mjög viðburðaríkt ár. Fyrir utan ótrúlega bílferð um Evrópu þvera og endilanga með fjölskyldunni í sumar, fjölda heimsókna til okkar frá Íslandi og endalaust magn vinnuferðalaga (mér telst svo til að ég hafi verið að heiman u.þ.b. mánuð þessa önnina) stendur útgáfa bókarinnar minnar uppúr. Það að gefa út verk á íslensku skipti mig meira máli en ég hafði gert mér grein fyrir og hlýjan, kærleikurinn og stuðningurinn sem ég hef fundið fyrir kringum útgáfuna hefur verið ómetanleg.

Núna þegar það líður að jólum vil ég nota tækifærið og deila með ykkur nokkrum skilaboðum sem ég hef fengið send um bókina og sem hlýjað hafa mér um hjartarætur. Mér þykir sérstaklega vænt um að einn af doktorsnemunum við Uppsalaháskóla er búinn að lesa bókina margoft til að læra íslensku, en ég er eiginlega orðlaus af þakklæti yfir mörgum af skilaboðum sem mér hafa verið send.

Svo einlæg og hægt að tengja við svo margt. Margar konfektmola málsgreinar“

„Takk fyrir frábæra bók! Fann mig mikið í bókinni eftir að hafa eytt mörgum árum í útlöndum“

„Bókin þín er mér að skapi og vel skrifuð… ég naut þess að lesa hana. Það segir reyndar mikið að ég er búin að lesa nokkra kafla tvisvar“

„Takk fyrir þessa frábæru bók. Ég naut þess að lesa hana … þetta voru yndislegar lýsingar og mörg falleg ljóð“

„Mér fannst mjög gaman að lesa hana. Hló … og táraðist líka“. Þúsund þakkir fyrir upplifuninar“

„Mér finnst hún yndisleg, einlæg og falleg… hef notið hverrar blaðsíðu“

„Ég átti erfitt með að leggja bókina þína frá mér. Hún hreyf mig með sér, bæði prósinn og ljóðin. Einlæg og falleg, fyndin og tregafull. Full af ást.“

„Mikill kraftur í hvernig þú skrifar, flæði, gleði – hvetjandi“

„Takk fyrir að leyfa mér að kynnast þér betur gegnum þessa bók“

„Bókin er gull, takk fyrir mig“

„Er rétt byrjuð og bæði búin að gráta og brosa allan hringinn. Yljar manni um hjartarætur“

„Virkilega velskrifuð, einlæg fyndin, tekur á svo mörgum mannlegum þáttum sem sogar mann inn í efnið“.

„Var að klára bókina, átti erfitt með að leggja hana frá mér … segir mikið um hversu vel hún er skrifuð“

Ég þakka innilega fyrir undirtektirnar og stuðninginn og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

G

Comments are closed.

Blog at WordPress.com.

Up ↑